Sjálfbærnistefna
Við stefnum að því að umhverfissjónarmið séu alltaf í forgrunni í ákvarðanartöku og í allri starfssemi fyrirtækisins. Við fylgjumst með öllum þeim lagalegu kröfum og reglugerðum sem gerðar eru varðandi umhverfismál, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.
- Við endurnýtum og endurvinnum eftir fremsta magni allt það sem fellur til, til að lágmarka sorp eins og kostur er, sbr. söfnun á notuðum gleraugum frá viðskiptavinum vegna góðgerðaverkefnis Brazzaville í Kongó. Jafnframt er leitast eftir því að nýta að fremsta megni ónýt gleraugu, s.s í varahluti í viðgerðum á gleraugum.
- Við leitumst við að versla við birgja sem setja umhverfis-, samfélags- og sjálfbærnimál í öndvegi og leggjum áherslu á þá í vöruframboði og kynningarstarfi. Sem dæmi um birgja sem setja þessi mál á oddinn má nefna Neubau.
- Allur úrgangur er flokkaður og endurunninn eins og frekast er kostur. Þetta á jafnt við um umbúðir og þess háttar af miðlægum lager sem og úrgang sem fellur til í verslunum, mötuneyti og annars staðar.