Eyesland Duty Free – Panta og sækja
Eyesland Duty Free – Panta og sækja
Pöntunarferlið
- Þú skoðar vörurúrvalið a www.dutyfree.eyesland.is
- Pöntun á glerjum á www.dutyfree.eyesland.is er eingöngu bundið við einfókus sjóngler í styrkleika +4 <– >(-4). Ef þig vantar margskipt gleraugu eða annan styrk, hafðu þá samband við verslun Eyesland í síma 510 0112 og við aðstoðum þig við pöntunina
- Þegar pöntuð eru gleraugu er mikilvægt að setja inn réttar upplýsingar á sjónmælingu ( SPH: styrkleiki, CYL: sjónskekkja, ÖX: öxull, PD: lengd á milli augasteina. Sjá leiðbeiningar á www.dutyfree.eyesland.is
- Ef þú vilt senda inn pöntun þá smellir þú á „ganga frá pöntun“
- Þú gefur upp flugnúmer, nafn og tölvupóstfang þegar þú gerir pöntun í vefverslun
- Panta verður vörur með lágmarki sólahrings fyrirvara
- Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara nema um margskipt gler er að ræða en þá þarf að panta með 10 daga fyrirvara
- Eingöngu er hægt að greiða þegar vara er sótt í verslun Eyesland upp í flugstöð
Pöntunarnúmer
- Mikilvægt er að hafa pöntunarnúmer þegar pöntun er sótt
- Þegar pöntun er staðfest er sendur staðfestingarpóstur á uppgefið tölvupóstfang
- Ef þú fékkst ekki pöntunarstaðfestingu þá er hægt að senda tölvupóst á kef@eyesland.is eða hringja í síma 510 0113
- Ath. það getur komið upp sú staða að vara er ekki til þrátt fyrir pöntunarstaðfestingu vegna þess að varan var búin þegar hún var tekin til.