Um okkur
Eyesland býður upp á vandaða og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að sjónmælingum og ráðgjöf í verslun. Lögð er áhersla á faglega og persónalega þjónustu við val á glerjum, gleraugum og útivistargleraugum. Vöruframboð er breitt og bjóðum við upp á gleraugu fyrir alla fjölskylduna.
Eyesland var stofnuð árið 2010 með það að leiðarljósi að bjóða vandaðar vörur á góðu verði. Viðtökurnar voru góðar og var önnur Eyesland gleraugnaverslun opnuð á Grandagarði 13, árið 2016. Verslunin dregur útlit sitt og hönnun af nærumhverfi og má sjá skemmtilega tilvísun í nálægt bryggjuhverfi, þar sem falleg litapalletta og efnisval spila saman. Ný og glæsilega verslun Eyesland á Leifsstöð er nýjasta viðbótin og mun verslunin bjóða uppá ný og spennandi vörumerki. Hönnun verslunar á Leifsstöð er framúrstefnuleg og er með sterka tilvísun í nærumhverfi og íslenska náttúru.
Við sjónmælum og veitum aðra tengda þjónustu í verslunum okkar Glæsibæ, Grandagarði og Leifsstöð. Sjóntækjafræðingar okkar hafa margra ára reynslu í faginu og hægt er panta sjónmælingu með skömmum fyrirvara á vefsíðum Eyesland.
Með tilkomu nýju Eyesland Duty Free vefverslunar eiga viðskiptavinir kost að því að panta gleraugu með sínum styrk í vefverslun og sækja við brottför. Þetta er stórt skref í átt að betri þjónustu til okkar viðskiptavina.
Sölustaðir Eyesland
Eyesland Grandi I Grandagarði 13
101 Reykjavík
Opnunartímar:
Virka daga: 10:00 – 18:00 I Laugardaga: 11 – 16
Eyesland Glæsibæ I Álfheimar 74, 5.hæð
104 Reykjavík
Opnunartímar:
Virka daga: 8:30 – 17:00
Eyesland Duty Free I Flugstöð Leifs Eiríkssonar
235 Keflavíkurflugvelli
Opnunartímar:
Brottfaraverslun opin fyrir flug milli klukkan 05:00 – 20:00.
Athugið að opnunartími gæti breyst án fyrirvara.