POC ASPIRE
POC-ASP2012 C1001
POC ASPIRE - Hvítur – Fjólublátt og silfur speglagler – CAT 3
Verð:
26.533 kr.
Poc Aspire eru útivistargleraugu fyrir allar tegundir útivistar og henta sérstaklega vel fyrir fjallahjólreiðar, hjólreiðar, jöklaferðir og fjallgöngur, vegna þess að gleraugun eru breið og hylja vel augnsvæðið fyrir vindi og sól. Létt gleraugu, stillanlegir nefpúðar og armendar sitja vel á andliti sem tryggir að gleraugun haldast vel á andliti við hinar ýmsu aðstæður. Góð vörn gegn útfjólubláum geislum (UV400).
Linsan í POC gleraugunum heitir Clarity og gefur ákaflega skarpa sýn á umhverfið og henta mjög vel í útivistina. Hönnun og framleiðsla á Clarity linsunum var unnin í samstarfi við glerframleiðandann Carl Zeiss.
Lagið á gleraugunum passar sérstaklega vel með hjálmum.